Memorial Carnival – isl

Intergalactic Memorial Carnival for DAVID GRAEBER

Við bjóðum ykkur, hvar sem þið eruð stödd í heiminum, að koma saman og blása til minninga-karnivals í anda hins eina og sanna David Graeber, sem kvaddi okkur of fljótt og svo óvænt. En það erum við Nika eiginkona hans og aðrir góðir vinir sem bjóðum til þessa fagnaðar.

David hefði þótt í hæsta máta óviðurkvæmilegt ef hans hefði verið minnst með löngum líkræðum, klæddum svörtum fötum og fluttum af þröngum hópi valinna vina. Hann var ekki maður sem var knúinn áfram af von um framgang og frægð, heldur maður sem lifði fremur fyrir umbreytingar og að rétta heiminn við af röngunni. Því hefði dapurleg jarðaför, sem fókuseruð væri á fortíðina og á David sjálfan, gert hann vandræðalegan fremur en lifandi í anda. Og nú, með stóra David-myndaða holu í okkar lífi, hefur tíminn aldrei verið betri til að lifa í takt við hugmyndir hans, en ekki bara minnast þeirra. Í huga David var anarkismi “eitthvað sem þú gerir” frekar en hluti af þinni meitluðu sjálfsmynd, og því í pragmatískum og prakkaralegum anda höfum við ákveðið að skipuleggja minninga-karnival fyrir David. Karnival sem fókuserar á framtíðina: þar sem dulúð og leikgleði ræður ríkjum, og samstaðan flæðir yfir alla bakka. Að hlæja andspænis dauðanum er leiðarstef karnivalsins, en það er afskaplega nytsamlegt viðbragð gegn ömurlegum aðstæðum. Eins og við þekkjum öll þá fannst David gaman að djóka, og reyndar voru hans síðustu orð brandari.

David var sem köttur og hann átti mörg líf. Þegar fólk hitti hann fyrir, hvort sem það var á twitter, eða þegar það las bækur hans eða heyrði hann tala, þá urðu margir samstundis nánir vinir hans, hluti af hans stóru fjölskyldu og málvinir. En vinir Davids komu úr ólíklegustu áttum og gætu virst hafa átt fátt sameiginlegt. Fjölbreytilegir íbúar Portobello Road, einsamir bloggerar, háskólaprófessorar, flóttamenn án pappíra, nokkrar kynslóðir aktívista, listamenn, rokkarar, og svo mikið af ungu fólki —stúdentar, uppreisnarfólk, og baráttufólk. David var hluti af þeirra lífi og nú erum við mörg sem sitjum eftir og viljum halda í návist hans, og halda vinnu hans áfram. Það var sem hann ætti 50.000 bræður og systur og 200.000 bestu vini, og einmitt þess vegna mun minninga-karnivalinn skapa pláss hvar sem er og fyrir hvert okkar sem langar að finna fyrir nálægðinni við hann.

Hann lést í Feneyjum, í borg sem hann heimsótti svo oft. David naut þess að dressa sig upp við hvaða tækifæri sem gafst, og hann kom iðulega heim með feneyskar grímur og búninga eftir heimsóknir þangað. Áður en Feneyjar-karnivalinn varð að túrista-vöru, þá var hann lifandi vettvangur fyrir pólitík og fyrir og róttækt lýðræði. Á meðan á hátíðarhöldunum stóð þá var enginn svartur, enginn hvítur, enginn gamall, enginn ungur, enginn fallegur, enginn ljótur, enginn fátækur, enginn ríkur. Þú varst ‘gríma’.

Sem virkur þátttakandi í and-kapitalískum hreyfingum tíunda áratugarins og fyrsta áratug þessarar aldar, þá var David meðvitaður um hinn ómótstæðilega samhljóm sem ríkir á milli karnivals og uppreisnar. Fyrir ákkúrat níu árum, þann 17. september, var boðinu svarað og hreyfing fæddist. Skilaboðin voru einfaldlega: ‘Occupy Wall Street – Bring a tent’. David var einn þeirra tugþúsunda sem svaraði kallinu með því að skipuleggja og eigna sér plássið, restin er history. Nú í dag bjóðum við þér að skipuleggja minninga-karnival fyrir David, hvar svo sem þú ert stödd eða staddur, dagurinn: sunnudagurinn 11. október.

Innblástur sækjum við í ‘open mike’ Occupy hreyfingarinnar, og biðjum ykkur um að gera ráð fyrir á einhverjum tímapunkti í karnivalinum að fólk hafi tækifæri til að ræða saman og skiptast á hugmyndum. Þessar samkomur geta verið innblásnar af lífshlaupi David, orðum hans og hvernig við getum holdgert þau í framtíð sem byrjar núna —“lifðu eins og þú sért nú þegar frjáls” —myndi David segja.

Hvort sem þú ert ein(n) heima, eða langar bara til að lesa upp úr verkum hans, eða aktivista hópur sem vill eigna sér götuna með fjöldasamkomu; hvort sem þú ert meðal akademíkera í fundarherbergi eða meðal báráttumanna í framlínunni; hvort sem þú stendur í hústöku eða ert mannfræðingur í feltinu, meðal mótmælenda eða á safni, – hver sem er getur skipulagt minninga-karnival, og hvar sem er. Það er hins vegar aðeins ein einföld regla: ’mættu með grímu’ (að sjálfsögðu frekar í karnival- en covid-stíl).

Nú þegar er fjöldi atburða í burðarliðnum, s.s. í Zuccotti Park í New York, í Rojova, í zad, Kóreu, Austurríki, Berlín, og London. Ef þú ert að spá í að skipuleggja atburð, þá endilega sendu okkur tölvupóst og segðu okkur frá svo við getum aðstoðað við að senda út boð og fá fólk til að taka þátt. Við munum einnig standa að beinum net-útsendingum af minninga-karnivölunum og sendum út nánari upplýsingar von bráðar sem og hvernig við samstillum strengina yfir svona mörg tímabelti.

netfang: carnival4david@riseup.net Syrgjum og skipuleggjum,
Nika og vinir

(Translation by Ragnar Hjalmarsson)